Um okkur
Öryggisvörn var stofnað árið 2020, á miðjum Covid-19 faraldrinum, með það að markmiði að bjóða framúrskarandi öryggisbúnað sem er bæði áreiðanlegur og einfaldur í notkun.
Hugmyndin að baki fyrirtækinu var að bjóða upp á hágæða öryggislausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili, með áherslu á vandaðan búnað. Við viljum tryggja að viðskiptavinir okkar fái ekki aðeins öryggi, heldur einnig framúrskarandi þjónustu og stuðning við allar þarfir tengdar öryggismálum.
Gunnar Þór Þorsteinsson, stofnandi Öryggisvarnar, hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á vörur og þjónustu sem uppfylla strangar kröfur um öryggi og gæði fyrir bæði fyrirtæki, stofnanir og heimili. Markmiðið er að tryggja að viðskiptavinir okkar fái það sem þeir þurfa til að viðhalda hámarksöryggi í sínum rekstri og heimili.
Með margverðlaunuðum vörum okkar og persónulegri þjónustu erum við stolt af því að vera traustur félagi í að tryggja öryggi og velferð okkar viðskiptarvina. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar fái ekki aðeins hágæða vörur, heldur einnig þjónustu sem þeir geta treyst á.